miðvikudagur, október 26, 2005

Ekki lagast það maður :/

Hér eru svo niðurstöðurnar í hvaða stýrikerfi ég er

You are Windows XP.  Under your bright and cheerful exterior is a strong and stable personality.  You have a tendency to do more than what is asked or even desired.
Which OS are You?

Familiar to most já

Hún Annska var svo elskuleg að senda mér slóðina á próf sem gaf mér þessa niðurstöðu:

You are .exe When given proper orders, you execute them flawlessly.  You're familiar to most, and useful to all.
Which File Extension are You?

þriðjudagur, október 25, 2005

Eru Microsoft að reyna að breyta sögunni?

sumt kemur manni á óvart, en samt ekki Microsoft hafa sýnt það gegnum tíðina að þeir ætla sér að eiga heiminn með góðu eða illu. En ég get samt ekki gert að því að velta fyrir mér hvernig menn leggja í að breyta hausum á vefsíðum sem þeir ekki eiga og fífla leitarvélar, því minn skilningur er sá að slíkt sé í raun ólöglegt, alla vega að breyta hausum á síðum í annarra eigu.

Svo er þetta náttúrulega alltaf spurning um hversu siðblindir geta menn verið, en ef þessar ásakanir eiga við rök að stiðjast þá fer ég nú að leggjast á sveif með Kató gamla (Einari félaga mínum) um að það sé bráðnauðsynlegt að splundra þessu fyrirtæki upp í einingar. Ég er hins vegar sannfærður um að ef það verður ekki gert með dómi þá gerist það að sjálfu sér alveg á sama hátt og með Rómarveldi til forna. Nú þegar er farið að fréttast að eitthvað af starfsmönnum séu farnir að finna sér aðra vinnu, en 5 eða 6 manns telst nú ekki mikið í fyrirtæki með 9000+ forritara. Hins vegar eru seinagangur og vandræði við útgáfu nýrra kynslóða forrita gott vitni um að ekki er allt með feldu og líklegt að breytinga sé að vænta.

Það er nú líka einhvern vegin þannig að þegar fólk talar um IBM sem ægilega góða kalla á sama tíma og MS eru vondu kallarnir þá minni ég þá á að ástæðan fyrir að IBM eru ekki "vondu kallarnir" lengur er sú að þegar þeir voru í svipaðri einokunnarstöðu og MS nú á dögum þá voru MS "góðu kallarnir" sem velltu þeim úr sessi, og eins og í öllum ævintýrum þá veltiru ekki vonda kallinum úr sessi öðru vísi en svo að þú tekur sjálfur þann sess þegar fram líða stundir.

Ég held bara að tími MS sem einokunarbúllu sé lokið á sama hátt og tíma IBM lauk upp úr 1981, nú er bara spurningin, verða góðu öflin happadrýgri í þetta skiptið við að sleppa við að taka sess MS sem vondu kallanna.

PS. meðan ég var að hamra þetta inn vann ég miða á Corpse Bride forsýningu á X-FM þannig að ég er að fara í bíó á næstunni, spurning hvern maður tekur með sér ;)

mánudagur, október 24, 2005

Jólin

Elín jólin eru sko heldur betur að bresta á! Í þessum töluðu orðum er verið að hengja upp jólatré og annað jólaglingur í Kringlunni. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst fullsnemmt að ráðast í jólaskreytingar alveg strax, þó að óneitanlega lífgi þetta nú soldið upp á daginn.

Helgin..

.. var alveg ágæt, held ég verði bara að segja það. Á föstudag var farið í vísindaferð til Heklu, þar sem þeir kynntu fyrir okkur rekstur fyrirtækisins sýndu okkur Benz og Golf og gáfu veitingar með öllu saman, þegar líða fór að lokum ferðarinnar var svo dreginn út bíllinn sem var í vinning í happadrætti Stúdentafélagsins og var það stelpa úr viðskiptafræðinni sem var svo heppin að fá afnot af nýjum Golf fram í júlí. Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda hana nú pínu. Nú næst var haldið í partý útskriftarráðs tölvunarfræði og viðskiptafræðinema við HR þar sem ég var í góðum félagsskap bekkjarsystkyna minna Palla, Elínar, Árna, Dodda og Önnsku og voru drykkir teygaðir með miklu jafnaðargeði og spjallað um landsins gagn og nauðsynjar.

Því næst héldu Árni, Doddi og ég í bæinn og rákumst á Ævar á leiðinni og vonuðumst til að hitta hann eitthvað í bænum, eftir mikið kapphlaup milli staða urðum við svo sáttir á að Doddi færi bara á Sólon og við Árni settum stefnuna upp Laugaveginn í leit að fjöri, settumst aðeins inn á 22 til að hvíla okkur á leitinni að fjörinu og viti menn þar leið okkur bara ágætlega og lenntum á spjallið við skemmtilegt fólk, Helenu sem er nýflutt til landsins eftir langa búsetu í Danaveldi og Heiðríkur, (verð að viðurkenna að ég man ekki nafið á honum nákvæmlega), en hann er Færeyingur og er að nema tónlist við LHÍ. Nú það er skemmst frá því að segja að við sátum á efri hæðinni á 22 til 4 og fylgdumst með misfrækilegum viðreynsluaðferðum fólksins sem var statt á staðnum.

Laugardagurinn fór svo að mestu fyrir lítið, var bara engan veginn í stuði til að fara að vinna einhver skólaverkefni, langaði bara að sofa aðeins og slaka á en var kallaður í vinnu. Um kvöldið stóð svo til að taka lífinu með ró og fór ég kanski fullgeist í þeim efnum allavega sofnaði ég í sófanum hjá vinkonu minni yfir kvikmyndaglápi, hún sofnaði reyndar líka þannig að við steinsváfum þarna langleiðina í hádegi.

Sunnudeginum eyddi ég svo í að lesa tutorial um Python til að vinna reikniritaverkefnið mitt í því en held svo að þegar upp er staðið þá verði ég fljótari að klára þetta verkefni í C# þrátt fyrir marga tímasparandi kosti Python sökum þess að ég kann soldið á C# en kann ekki neitt á Python, hins vegar hef ég lofað sjálfum mér að ég á eftir að æfa mig soldið í Python í framtíðinni bara svona til að hafa smá tilfinningu fyrir málinu :D

Jæja nú held ég að það sé komið gott af þessu rausi í bili sendi kanski eitthvað gáfnastykki hér inn seinna í dag, nú eða ekki.

Í fréttum er þetta helst...

Jæja, það var erfitt að vakna í morgun, aðallega sökum þess að ég lent í maraþon símtali í nótt og fór því ekki að sofa fyrr en um hálf 4. Enda steinsofnaði ég líka í fyrri stærðfræðitímanum, svona rétt um það leiti sem ég var búinn að ræsa upp fréttasíður dagsins :P en það sem mér fanst áhugaverðast í morgunlesningunni voru nú helst þessi atriði:

Af einhverri ástæðu hafa bókaútgefndur í henni stóru Ameríku ákveðið að framtak Google að búa til uppflettileit í öllum útgefnum bókum stangist á við hagsmuni höfundarrétthafa. Það sér það náttúrulega hver maður að þeir hafa rétt fyrir sér í þessu alveg á sama hátt og tónlistarútgefendur og kvikmyndaframleiðendur, enda getur það varla verið líklegt til árangurs í sölu á höfundarréttarvörðu efni að neytendur hafi einhverja leið til að komast að því hvaða efni viðkomandi gæti þótt áhugavert að kaupa sér, svo ekki sé talað um að ef neytandinn þarf að leita að ákveðnum upplýsingum að hann geti það á þægilegan hátt, (þægilegt verandi að þurfa ekki að ferðast milli allra bókasafna í heiminum), til að finna þær.

Ég held að útgefendur á höfundarréttarvörðu efni ættu að reyna að hætta að rembast eins og rjúpan við staurinn að berjast móti framþróun í tækni og frekar reyna að sjá markaðstækifærin sem gætu opnast við nýja tækni og nýta sér hana. Hmmm eða reyndar í tilfelli hljómplötuútgefenda og kvikmyndaframleiðenda þá er það kanski ekki svo sniðug hugmynd held við þurfum ekki fleiri Britney Spears/Boybands eða Rocky 2000, enda virðist svo vera að sjálstæðir framleiðendur með frumlegt efni séu frekar að nota sér þessa leið til markaðssetningar með góðum árangri.

Nú réttarkerfið í Bandaríkjunum með dyggri aðstoð fréttamiðla vestan hafs fer aldeilis á kostum þessa dagana, þeim finnst verra mál að nokkrir einstaklingar sem var stungið í steininn fyrir að skrifa innistæðulausar ávísanir og sambærilega "glæpi", alvarlegastir af hverjum eru sennilega að eiga fíkniefni til eigin neyslu var hleypt út nokkrum dögum fyrr en átti að gerast, hins vegar virðist sem þessir aðilar láti sér í léttu rúmi liggja að einhverjir sem sátu inni fyrir álíka "glæpi" fengu að dúsa í steininum álíka mikið of lengi. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst alvarlega að láta mann sitja inni of lengi heldur en að honum sé sleppt út fyrir tíman, enda er það held ég sannað mál að fangelsisdvöl hefur ekki verið mannbætandi fyrir nokkurn mann, reyndar veit ég ekki með Árna Johnsen sem virðist hafa tekið of bókstaflega að þetta væri kallað að dúsa í steininum og gerði tilraun til að breyta öllu grjóti sem hann fann í stórbrotin "listaverk" með miklum þunga.

Jæja og svona síðast en ekki síst þá hafa verkfræðinemar við MIT gert tilraun til að sýna fram á að Archimedes hafi ef til vill tekist að kveikja í skipum Rómverja með því að nota skildi hermanna sem safnspegil, þetta er soldið skemmtilegt í ljósi þess að Mythbusters hafa áður gert slíka tilraun án árangurs og fengu því þessa MIT nema til að gera tilraunina aftur á bát fyrir þáttin en þá tókst þetta víst ekki alveg :(