miðvikudagur, október 04, 2006

Fyrsti fótboltaleikurinn á ævinni!

Ég var í fyrsta skipti á ævinni áhorfandi á fótboltaleik, meira að segja fór á völlinn að hvetja KF Nörd gegn FH. Það verður nú að segjast að til að byrja með virtist þetta nú vera leikur kattarins að músinni því að í fyrri hálfleik skoruðu FH 8 mörk gegn 1 marki Nördanna, en svo virtist vera að Nördarnir hafi fengið einhverja svakalega vítamín sprautu í háflleik því þeir byrjuðu eftir hálfleikinn af svaka krafti og náðu að skora þónokkur mörk og endaði leikurinn með því að Nördarnir skoruðu 5 mörk gegn 11 mörkum FH. Go Nerds! :P

Annars var þetta nú bara mjög skemmtilegt, gaman að sjá hversu mikil múgsefjun fylgir svona leikjum og verð ég nú að segja að það er merkilegt að skipuleggjendur svona atburða séu ekki ennþá farnir að átta sig á því að það þarf BÍLASTÆÐI þegar mikill áhorfendaskari mætir á einn blett, hvað hefur tuðruspark verið stundað lengi á Íslandi? Er ekki kominn tími til að átta sig á því að það þyrfti að tvö til þrefalda bílastæðafjölda kringum laugardalsvöll, nú eða sem mér þykir eðlilegra flytja völlinn eitthvað þar sem er pláss fyrir mannvirkin OG bílastæði sem þarf

mánudagur, október 02, 2006

10 vikur!!!!

Jasso, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt
Time's fun when you're having flies - Haraldur kunningi minn
Ég var að átta mig á því að það eru liðnar 10 vikur í dag síðan ég byrjaði í Boot camp og verð ég að segja að þetta hefur verið skemmtilegasta líkamsrækt sem ég hef farið í :D árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, 7kg farin og þrekið alltaf að aukast :D