fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Leiðbeiningar fyrir stelpur sem langar að deita nörda :P

Ég hnaut um þessa síðu áðan A Girl's Guide to Geek Guys, mér finnst þetta alveg snilldarlesning og sumt af þessu er reyndar alveg satt :P

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Hnjótum áfram um vefinn!

Mér var bent á skemmtilegt forrit nýlega sem hjálpar manni að hnjóta um vefinn, Stumble er tækjastika í vafrann, hún er til fyrir IE og Firefox og sennilega fleiri vafra, með henni er hægt að fá óvæntar vefsíður sem maður gæti haft áhuga á að skoða. Þegar maður sækir stikuna þarf maður að skrá sig á vefnum hjá þeim sem gefa hana út og haka við hvaða efnisflokkar maður gæti haft áhuga á að fá síður úr. Svo þegar maður skoðar vefinn getur maður gefið upp hvernig manni líkar við síðuna sem maður er að skoða þá stundina, ef maður er fyrstur til að gefa einkunn á síðuna sem maður er að skoða þá er maður beðinn um lýsingu á henni, svo er einkunnagjöfin sem maður gefur notuð til að benda á síður sem öðrum sem gáfu síðunni svipaða einkunn líkaði vel við.

Nokkrar áhugaverðar síður sem ég hef hnotið um með þessum hætti eru:

Bush-Blair nett grín að Bush og Blair
MathWorld hvað langar þig að vita um stærðfræði?
Skytopia sjónrænar brellur
Kynning á quantum computers þetta lýsir sér sjálft :P
http://www.merzo.net/index.html
Eric Myer vefur með cool tóli þar sem maður getur raðað saman andliti úr efri og neðri part
Learning the Shell Fyrir þá sem langar að læra að nota skeljarviðmót í Linux
Brauð þessi einstaklingur varpar fram staðreyndum sem eru e.t.v. alveg réttar en kemst að rangri niðurstöðu

Nú og svo fékk ég þetta sent í pósti áðan og er áhugaverð lesning um bögga í tölvukerfum, spurning samt hvort olíuleiðsla Sovíetmanna eigi heima þarna þar sem, miðað við textann, þessum bögg var komið fyrir af ásettu ráði og því frekar um tilætlaða virkni að ræða en bögg.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Háfrónska !!!!

Sko erum við íslendingar ekki nógu merkilegir með okkur fyrir, er háfrónska virkilega það sem þarf til að við getum hreinlega sprungið úr monti? Annars er þetta drepfyndin lesning og mæli ég með því að allir sem hafa húmor fyrir þessu :P