laugardagur, nóvember 22, 2003

Jæja ákvað að bæta við archiving á þetta dót sjá hvernig það virkar
Jæja, það er bara komin laaaaaaaaaangur tími síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Fór í smá fýlu út í þetta eftir að ég póstaði þarna um daginn og eftir að skirfa heila ritgerð gleypti blogger dótið og týndi því

En það þíðir ekkert að vera í fýlu og leti endalaust (jólin að koma og svona). Annars hefur nú ekki verið mikið að gerast hjá mér annað en endalaus vinna, ég skil ekki hvað það getur verið mikið að gera hjá einu fyrirtæki. Oh jæja annars á maður náttúrulega ekki að kvarta yfir þessu það er þá allavega ekki hætta á að manni leiðist í vinnunni á meðan, enda ef manni fer að leiðast í vinnunni þá þarf maður að leita að annarri vinnu og satt best að segja þá er það með því leiðinlegra sem ég veit um.

Annars er ég að hugsa um að lagfæra síðuna mína aftur, hef ekki gert handtak í því að vinna eitthvað í henni lengi lengi. Svona svipað lengi og ég hef slept því að skrifa eitthvað hér.

Ég hef fengið nokkur komment um það hvernig þetta gæti litið út og er svona að melt með mér hvernig væri best að koma því í kring. Ef einhver er duglegur að koma hér þá hefur viðkomandi væntanlega tekið eftir lítilli mynd á forsíðunni af foreldrum mínum að taka fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu sínu, þetta var tilraunastarfsemi til að fá myndasíðuna til að virka. Nú hef ég slakað svo vel á að ég þarf að skoða þennan kóða aftur og vita hvort ég get ekki fengið þetta til að gera sig almennilega og þá um leið bæta einhverju meira af efni á síðuna svona eins og linkum á sniðugt dót svo eitthvað sé nefnt.

Jæja nú er mál að linni og ég ætla að gera copy-paste á þetta áður en ég sendi þetta inn svona til öryggis.

Lifið heil