þriðjudagur, október 25, 2005

Eru Microsoft að reyna að breyta sögunni?

sumt kemur manni á óvart, en samt ekki Microsoft hafa sýnt það gegnum tíðina að þeir ætla sér að eiga heiminn með góðu eða illu. En ég get samt ekki gert að því að velta fyrir mér hvernig menn leggja í að breyta hausum á vefsíðum sem þeir ekki eiga og fífla leitarvélar, því minn skilningur er sá að slíkt sé í raun ólöglegt, alla vega að breyta hausum á síðum í annarra eigu.

Svo er þetta náttúrulega alltaf spurning um hversu siðblindir geta menn verið, en ef þessar ásakanir eiga við rök að stiðjast þá fer ég nú að leggjast á sveif með Kató gamla (Einari félaga mínum) um að það sé bráðnauðsynlegt að splundra þessu fyrirtæki upp í einingar. Ég er hins vegar sannfærður um að ef það verður ekki gert með dómi þá gerist það að sjálfu sér alveg á sama hátt og með Rómarveldi til forna. Nú þegar er farið að fréttast að eitthvað af starfsmönnum séu farnir að finna sér aðra vinnu, en 5 eða 6 manns telst nú ekki mikið í fyrirtæki með 9000+ forritara. Hins vegar eru seinagangur og vandræði við útgáfu nýrra kynslóða forrita gott vitni um að ekki er allt með feldu og líklegt að breytinga sé að vænta.

Það er nú líka einhvern vegin þannig að þegar fólk talar um IBM sem ægilega góða kalla á sama tíma og MS eru vondu kallarnir þá minni ég þá á að ástæðan fyrir að IBM eru ekki "vondu kallarnir" lengur er sú að þegar þeir voru í svipaðri einokunnarstöðu og MS nú á dögum þá voru MS "góðu kallarnir" sem velltu þeim úr sessi, og eins og í öllum ævintýrum þá veltiru ekki vonda kallinum úr sessi öðru vísi en svo að þú tekur sjálfur þann sess þegar fram líða stundir.

Ég held bara að tími MS sem einokunarbúllu sé lokið á sama hátt og tíma IBM lauk upp úr 1981, nú er bara spurningin, verða góðu öflin happadrýgri í þetta skiptið við að sleppa við að taka sess MS sem vondu kallanna.

PS. meðan ég var að hamra þetta inn vann ég miða á Corpse Bride forsýningu á X-FM þannig að ég er að fara í bíó á næstunni, spurning hvern maður tekur með sér ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það gengur ekkert hjá MS þessa dagana, enginn vill nota fína .NET platformið þeirra og núna eru skyndilega komin fram alvöru keppinautar eins og Google og Yahoo sem eru mikið fljótari en MS að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og rúlla út hverri þjónustunni á fætur annari.

Bendi á áhugaverða lesningu frá Scoble, MS ofurbloggara með meiru:

http://scobleizer.wordpress.com/2005/11/01/ross-doesnt-trust-microsofts-approach-to-web/