mánudagur, maí 07, 2007

Fólk í framboði

Var að enda við að horfa á kynningu á stjórnmálaflokkunum, það er fyrstu tveimur þáttunum sem sýndir verða fyrir kosningarnar til að kynna fyrir hvað flokkarnir standa, ágætir þættir svo sem en misgóðir.

Þáttur VG var um margt áhugaverður með svona soldið heimatilbúnum hughrifum, það er maður átti að fá á tilfinninguna að ekki væri um auglýsingu fyrir flokkinn að ræða heldur verk áhugamanna um stefnu og störf flokksins og heppnaðist það bara nokkuð vel. Þar voru tekin viðtöl við 4 frambjóðendur ofarlega á listum VG og gaman að hlusta á þau kynna sín mál, en eitt þótti mér miður, eins og mér finnst mikið koma til Katrínar Jakobsdóttur sem frambjóðanda finst mér því miður að hún var ekki alveg nógu skýrmælt í þessum þætti. :-( Ekki að hún hafi ekki komið málefnum sínum á framfæri á skýran og góðan hátt eins og hennar er von og vísa heldur það að framburður okkar ástkæra og ylhýra. Ef einhver sem les þetta þekkir hana má viðkomandi endilega koma því til skila að það sé skemmtilegra að heyra hana tala þegar hún ber öll atkvæði orðanna fram.

Þáttur Sjálfstæðisflokksins aftur á móti einum of "framleiddur", byrjaði á rosalegri teiknimynd þar sem þulur fór yfir stefnu flokksins og hverju hann hefur áorkað í stjórnartíð sinni og undir dunaði taktföst tónlist, mjög vel gert og allt það. Síðan var stokkið beint í viðtal við Geir H. Haarde, þetta viðtal var að mínu mati ekki nógu gott, flæðið í viðtalinu var engan vegin nógu smurt, spyrjandinn hefur annað hvort ekki verið alveg nógu vel þjálfaður eða það sem mér finnst sennilegra að þarna hafi verið um að ræða að einungis hafi verið ein myndatökuvél á staðnum og til að ná klippingum milli andlits spyrjandans og Geirs hafi fyrst verið teknar upp allar spurningarnar, myndavélin svo færð og svörin tekin upp.

Að því leyti tókst VG nú talsvert betur upp, viðtölin voru meira lifandi og betra flæði í þeim. Nú er bara að sjá hvort maður nennir að horfa á þætti hinna flokkanna, allavega frekar ósennilegt að ég nenni að horfa á kynningarþætti Framsóknar- og Ný-framsóknar- manna.

P.S. 7 dagar til stefnu áður en allt þarf að vera tilbúið :P

Engin ummæli: