mánudagur, janúar 02, 2006

Hetja!!!

Í dag benti vinkoan mín mér á síður þessarar hetju og fyrsta sem ég hugsaði var að ég var að vinna með þessari stelpu og ef ég hefði ekki séð þetta blogg hefði hún sennilega orðið móðguð við mig ef við hittumst á því ég mundi ekki þekkja hana. :$

Ég verð að segja að mér finnst Kolla ótrúlega hugrökk fyrir að blogga svona um sína reynslu í þessari baráttu, ég er ekki viss um að ég hefði lagt í það í hennar sporum. Svo finnst mér aðdáunarvert að leggja svona á sig og hún er rosaleg hetja í mínum huga.

Alltaf gaman að sjá eitthvað svona jákvætt svona til að gera daginn betri <:0)

*Faðmar Kollu með öllu afli*

Go Kolla ;)

4 ummæli:

Svanur sagði...

Wow...
Ég sá nafnið Kolla og fannst það fyndið ef þetta væri Kolla úr Frisk og viti menn...

Ég er nú bara núna sveittur að reyna að finna út hvernig þetta var photoshoppað 0_0

Kjartan sagði...

Svanur, skamm! Mér finnst þetta stórkostlegt hjá henni og þú ert að gefa það í skyn að hún sé bara að plata mér finnst það soldið lame :@

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta Kjartan. Reyndar þurfti engan hetjuskap til. Ég þurfti bara einhvern stað á netinu til að væla þegar mér líður illa og monta mig þegar mér líður vel og það virðist virka fyrir mig :)

Svanur: Kærar þakkir fyrir ómælda trú þína á Photoshop kunnáttu mína. Ég virðist vera betri en þú ;)

Kv, Kolla

This is all you have to know sagði...

Ég held nú samt að Svanur hafi verið að meina vel!
Ég yrði ánægð ef einhver héldi að ég hefði verið photoshoppuð miðað við myndirnar.. þetta átti að vera hrós = ótrúlegur árángur svo magnað.. að það er ótrúlegt :)