fimmtudagur, mars 30, 2006

Suma daga er maður feginn að nota ekki debetkort

Ég varð vitni að atviki í búðinni áðan sem mér finnst soldið fyndið þó ég hefði ekki viljað vera í sporum konunnar sem varð fyrir þessu, en vonandi lærir hún eithvað af þessu :P

Viðkomandi var að kaupa í matinn sem er ekki í frásögur færandi, en hún virðist tilheyra þessum hópi íslendinga sem telur debetkort vera sniðugustu uppfinninguna síðan einhver fann upp á því að skera brauð í sneiðar og helst að taka út umfram þegar maður borgar á kassanum. En semsagt hún bað um að fá 2000 kr framyfir, nema að kassastarfsmaðurinn gerði þau mistök að slá inn einu núlli of mikið þannig að hann tók 20 þúsund krónur fram yfir og upphófust nú mikil vandræði starfsmanna um hvernig ætti að bregðast við þessu, þar sem verslunarstjórinn var ekki við var eina sem hægt var að gera að borga konunni 20 þúsund krónur í peningum úr kassanum.

Þetta var nú soldið óþægilegt fyrir konugreyið þar sem hún hafði ekki hugmynd um hver staðan á reikningnum væri og því ekki viss um hvort hún færi á FIT, þökk sé þessum frábæru heimildakerfum sem kassakerfi í verslunum nota að þá er semsagt hægt að taka 20 þúsund krónur umfram heimild út í svona kerfum alveg án athugasemda fyrr en daginn eftir þegar bankinn sendir viðkomandi gulan miða með FIT kostnaði upp á 2.600kr auk dráttarvaxta upp á 22%.

Þetta kannski kennir þessari konu að nota ekki kassastarfsmenn sem gjaldkera fyrir bankann sinn heldur nota frekar hraðbanka til að taka út peninga og hætta þessu debetkortabulli. 15kr á færsluna er bara rán sér í lagi þar sem það er MUN ódýrara fyrir bankann að fólk noti debetkort heldur en þegar tékkar voru skrifaðir út frítt um allan bæ, og sennilega líka ódýrara fyrir bankann að fólk notar debetkort en ekki allir landsmenn mæti í bankann til að taka út pening í hvert sinn sem þörf er á.

Hlæjum nú soldið saman að fólkinu sem stundar þessa umframtöku á debetkortinu sínu :D

Próóóóóf

Jæja þá er þessari miklu verkefnatörn lokið og nú tekur við próflestur á fullu, enda 3 próf í næstu viku með gervigreind strax á mánudag svo koma tölvusamskipti og dreifð kerfi í á miðvikudag og laugardag. Sem betur fer fæ ég svo rúmlega viku milli prófa eftir það, ekki veitir af til að æfa sig soldið í stærðfræðinni.