sunnudagur, nóvember 13, 2005
Kaffihúsaspekingströll!!!
Þú ert vanafastur, yfirvegaður innipúki.
Kaffihúsaspekingar eyða minni tíma á kaffihúsum en viðurnefni þeirra gefur til kynna. Þeir drekka ekki einu sinni allir kaffi. Þeir eru ekki einu sinni allir spakir. Af hverju kallast þeir þá kaffihúsaspekingar? Svarið er einfalt. Speki þeirra minnir oft á kaffi latte. Hún er froðukennd. Kaffihúsaspekingurinn nýtur sín best í góðra vina hópi og stundum segir hann eitthvað gáfulegt - þótt það sé ekki nema bara út af því að hann talar svo mikið.
Hvaða tröll ert þú?
Ég er nú ekki viss um að ég sé þessu alveg sammála! En þetta er eitthvað próf sem ég fann á blogginu hennar Önnsku, verð að segja að hennar lýsing á betur við hana en mín á við mig.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)