Í dag benti vinkoan mín mér á síður þessarar hetju og fyrsta sem ég hugsaði var að ég var að vinna með þessari stelpu og ef ég hefði ekki séð þetta blogg hefði hún sennilega orðið móðguð við mig ef við hittumst á því ég mundi ekki þekkja hana. :$
Ég verð að segja að mér finnst Kolla ótrúlega hugrökk fyrir að blogga svona um sína reynslu í þessari baráttu, ég er ekki viss um að ég hefði lagt í það í hennar sporum. Svo finnst mér aðdáunarvert að leggja svona á sig og hún er rosaleg hetja í mínum huga.
Alltaf gaman að sjá eitthvað svona jákvætt svona til að gera daginn betri <:0)
*Faðmar Kollu með öllu afli*
Go Kolla ;)
mánudagur, janúar 02, 2006
Rizzo Pizzeria
Þetta, Rizzo Pizzeria, held ég að verði að flokkast með verri hönnun á vefsíðum sem ég hef rekist á lengi, en einn skólafélagi minn benti mér á þetta í haust og ég er ekki ennþá farinn að fatta hvað mönnum gengur til með þessu. Matseðillinn er til þess að gera vel uppsettur en hvernig væri að setja einhverjar frekari upplýsingar eins og til dæmis hvar þeir eru til húsa og hvað síminn hjá þeim er þannig að maður geti nú pantað sér pizzu hjá þeim en þetta eru með betri pizzum sem ég hef smakkað, eldbakaðar og fínar. En svona til að þú lesandi góður getir sannfærst um að þetta séu góðar pizzur ætla ég að láta fylgja hér símann hjá þeim ásamt heimilisfangi.
Síminn er 5-777-000 og eru þeir til húsa í Hraunbæ 121, ég mæli með að þið prófið þessar næst þegar ykkur langar í pizzu þær eru snilld :D
PS. ætli maður geti fengið þóknun fyrir að koma þessum upplýsingum á framfæri, mér þætti ekkert leiðinlegt að fá svona eins og eina pizzu fyrir að upplýsa fólk um þetta :P
Síminn er 5-777-000 og eru þeir til húsa í Hraunbæ 121, ég mæli með að þið prófið þessar næst þegar ykkur langar í pizzu þær eru snilld :D
PS. ætli maður geti fengið þóknun fyrir að koma þessum upplýsingum á framfæri, mér þætti ekkert leiðinlegt að fá svona eins og eina pizzu fyrir að upplýsa fólk um þetta :P
Nýtt ár hafið
Nú er kominn tími til að bretta upp ermar! Nýársheitið í ár er að vera duglegri við lærdóminn en ég hef verið fram að þessu, prófa til dæmis til tilbreytingar að gera verkefnin ekki á síðustu stundu. Það er líklegt til árangurs ;)
Annars hafði ég það mjög gott um jólin, borðaði oft nánast yfir mig og slakaði vel á með jólabækurnar og hlustaði á Ampop diskinn minn í tætlur, verð að segja að hann er kannski full easy listening. Við fyrstu hlustun fannst mér hann mjög skemmtilegur en eftir að hafa haft hann nánast stöðugt á repeat síðan á jóladag þá finnst mér hann ekki alveg vera að halda athyglinni, en það finnst mér mjög gjarnan vera einkenni á plötum sem manni finnast góðar við fyrstu hlustun. En ætla samt ekki að draga úr því að mér finnst þessi diskur samt mjög góður ;)
Annars hafði ég það mjög gott um jólin, borðaði oft nánast yfir mig og slakaði vel á með jólabækurnar og hlustaði á Ampop diskinn minn í tætlur, verð að segja að hann er kannski full easy listening. Við fyrstu hlustun fannst mér hann mjög skemmtilegur en eftir að hafa haft hann nánast stöðugt á repeat síðan á jóladag þá finnst mér hann ekki alveg vera að halda athyglinni, en það finnst mér mjög gjarnan vera einkenni á plötum sem manni finnast góðar við fyrstu hlustun. En ætla samt ekki að draga úr því að mér finnst þessi diskur samt mjög góður ;)
Besti ljóskubrandarinn
Ég rakst á þetta hjá Bjarna Rúnari fyrrum vinnufélaga mínum þessi brandari er þess virði að skoða hann :P
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)