mánudagur, janúar 02, 2006

Nýtt ár hafið

Nú er kominn tími til að bretta upp ermar! Nýársheitið í ár er að vera duglegri við lærdóminn en ég hef verið fram að þessu, prófa til dæmis til tilbreytingar að gera verkefnin ekki á síðustu stundu. Það er líklegt til árangurs ;)

Annars hafði ég það mjög gott um jólin, borðaði oft nánast yfir mig og slakaði vel á með jólabækurnar og hlustaði á Ampop diskinn minn í tætlur, verð að segja að hann er kannski full easy listening. Við fyrstu hlustun fannst mér hann mjög skemmtilegur en eftir að hafa haft hann nánast stöðugt á repeat síðan á jóladag þá finnst mér hann ekki alveg vera að halda athyglinni, en það finnst mér mjög gjarnan vera einkenni á plötum sem manni finnast góðar við fyrstu hlustun. En ætla samt ekki að draga úr því að mér finnst þessi diskur samt mjög góður ;)

Engin ummæli: