Hér er myndband sem ætti að vekja flesta til umhugsunar en þó sér í lagi þá sem hafa áhuga á tölvunarfræði.
Það er nefnilega soldið vafasöm spurning þegar fyrirtæki fara að stjórna því hvað er trausts vert og hvað ekki því þá eru allar líkur á að það sem er ekki í hag fyritækjanna sé það sem verður ótraustsvert, en ekki það sem er ekki í hag notandans.
föstudagur, október 27, 2006
miðvikudagur, október 04, 2006
Fyrsti fótboltaleikurinn á ævinni!
Ég var í fyrsta skipti á ævinni áhorfandi á fótboltaleik, meira að segja fór á völlinn að hvetja KF Nörd gegn FH. Það verður nú að segjast að til að byrja með virtist þetta nú vera leikur kattarins að músinni því að í fyrri hálfleik skoruðu FH 8 mörk gegn 1 marki Nördanna, en svo virtist vera að Nördarnir hafi fengið einhverja svakalega vítamín sprautu í háflleik því þeir byrjuðu eftir hálfleikinn af svaka krafti og náðu að skora þónokkur mörk og endaði leikurinn með því að Nördarnir skoruðu 5 mörk gegn 11 mörkum FH. Go Nerds! :P
Annars var þetta nú bara mjög skemmtilegt, gaman að sjá hversu mikil múgsefjun fylgir svona leikjum og verð ég nú að segja að það er merkilegt að skipuleggjendur svona atburða séu ekki ennþá farnir að átta sig á því að það þarf BÍLASTÆÐI þegar mikill áhorfendaskari mætir á einn blett, hvað hefur tuðruspark verið stundað lengi á Íslandi? Er ekki kominn tími til að átta sig á því að það þyrfti að tvö til þrefalda bílastæðafjölda kringum laugardalsvöll, nú eða sem mér þykir eðlilegra flytja völlinn eitthvað þar sem er pláss fyrir mannvirkin OG bílastæði sem þarf
Annars var þetta nú bara mjög skemmtilegt, gaman að sjá hversu mikil múgsefjun fylgir svona leikjum og verð ég nú að segja að það er merkilegt að skipuleggjendur svona atburða séu ekki ennþá farnir að átta sig á því að það þarf BÍLASTÆÐI þegar mikill áhorfendaskari mætir á einn blett, hvað hefur tuðruspark verið stundað lengi á Íslandi? Er ekki kominn tími til að átta sig á því að það þyrfti að tvö til þrefalda bílastæðafjölda kringum laugardalsvöll, nú eða sem mér þykir eðlilegra flytja völlinn eitthvað þar sem er pláss fyrir mannvirkin OG bílastæði sem þarf
mánudagur, október 02, 2006
10 vikur!!!!
Jasso, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt
Time's fun when you're having flies - Haraldur kunningi minnÉg var að átta mig á því að það eru liðnar 10 vikur í dag síðan ég byrjaði í Boot camp og verð ég að segja að þetta hefur verið skemmtilegasta líkamsrækt sem ég hef farið í :D árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, 7kg farin og þrekið alltaf að aukast :D
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Blogthings - How Weird Are You?
Og svo þetta líka :-o
Blogthings - How Weird Are You?: "
"
Blogthings - How Weird Are You?: "
You Are 50% Weird |
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it! |
Blogthings - What Does Your Sleeping Position Say About You?
Magnað hvað maður getur tekið próf um :-P
Blogthings - What Does Your Sleeping Position Say About You?: "
"
Blogthings - What Does Your Sleeping Position Say About You?: "
What Your Sleeping Position Says |
You are calm and rational. You are also giving and kind - a great friend. You are easy going and trusting. However, you are too sensible to fall for mind games. |
föstudagur, apríl 14, 2006
Lestrarfrestun
Nú getur maður heldur betur fundið sér eitthvað til dundurs annað en það sem maður á að gera þessi leikur er þess eðlis að þegar manni leiðist mikið getur maður dundað sér við að reyna að vinna hina ýmsu hluti í boði Heineken á Íslandi.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Suma daga er maður feginn að nota ekki debetkort
Ég varð vitni að atviki í búðinni áðan sem mér finnst soldið fyndið þó ég hefði ekki viljað vera í sporum konunnar sem varð fyrir þessu, en vonandi lærir hún eithvað af þessu :P
Viðkomandi var að kaupa í matinn sem er ekki í frásögur færandi, en hún virðist tilheyra þessum hópi íslendinga sem telur debetkort vera sniðugustu uppfinninguna síðan einhver fann upp á því að skera brauð í sneiðar og helst að taka út umfram þegar maður borgar á kassanum. En semsagt hún bað um að fá 2000 kr framyfir, nema að kassastarfsmaðurinn gerði þau mistök að slá inn einu núlli of mikið þannig að hann tók 20 þúsund krónur fram yfir og upphófust nú mikil vandræði starfsmanna um hvernig ætti að bregðast við þessu, þar sem verslunarstjórinn var ekki við var eina sem hægt var að gera að borga konunni 20 þúsund krónur í peningum úr kassanum.
Þetta var nú soldið óþægilegt fyrir konugreyið þar sem hún hafði ekki hugmynd um hver staðan á reikningnum væri og því ekki viss um hvort hún færi á FIT, þökk sé þessum frábæru heimildakerfum sem kassakerfi í verslunum nota að þá er semsagt hægt að taka 20 þúsund krónur umfram heimild út í svona kerfum alveg án athugasemda fyrr en daginn eftir þegar bankinn sendir viðkomandi gulan miða með FIT kostnaði upp á 2.600kr auk dráttarvaxta upp á 22%.
Þetta kannski kennir þessari konu að nota ekki kassastarfsmenn sem gjaldkera fyrir bankann sinn heldur nota frekar hraðbanka til að taka út peninga og hætta þessu debetkortabulli. 15kr á færsluna er bara rán sér í lagi þar sem það er MUN ódýrara fyrir bankann að fólk noti debetkort heldur en þegar tékkar voru skrifaðir út frítt um allan bæ, og sennilega líka ódýrara fyrir bankann að fólk notar debetkort en ekki allir landsmenn mæti í bankann til að taka út pening í hvert sinn sem þörf er á.
Hlæjum nú soldið saman að fólkinu sem stundar þessa umframtöku á debetkortinu sínu :D
Viðkomandi var að kaupa í matinn sem er ekki í frásögur færandi, en hún virðist tilheyra þessum hópi íslendinga sem telur debetkort vera sniðugustu uppfinninguna síðan einhver fann upp á því að skera brauð í sneiðar og helst að taka út umfram þegar maður borgar á kassanum. En semsagt hún bað um að fá 2000 kr framyfir, nema að kassastarfsmaðurinn gerði þau mistök að slá inn einu núlli of mikið þannig að hann tók 20 þúsund krónur fram yfir og upphófust nú mikil vandræði starfsmanna um hvernig ætti að bregðast við þessu, þar sem verslunarstjórinn var ekki við var eina sem hægt var að gera að borga konunni 20 þúsund krónur í peningum úr kassanum.
Þetta var nú soldið óþægilegt fyrir konugreyið þar sem hún hafði ekki hugmynd um hver staðan á reikningnum væri og því ekki viss um hvort hún færi á FIT, þökk sé þessum frábæru heimildakerfum sem kassakerfi í verslunum nota að þá er semsagt hægt að taka 20 þúsund krónur umfram heimild út í svona kerfum alveg án athugasemda fyrr en daginn eftir þegar bankinn sendir viðkomandi gulan miða með FIT kostnaði upp á 2.600kr auk dráttarvaxta upp á 22%.
Þetta kannski kennir þessari konu að nota ekki kassastarfsmenn sem gjaldkera fyrir bankann sinn heldur nota frekar hraðbanka til að taka út peninga og hætta þessu debetkortabulli. 15kr á færsluna er bara rán sér í lagi þar sem það er MUN ódýrara fyrir bankann að fólk noti debetkort heldur en þegar tékkar voru skrifaðir út frítt um allan bæ, og sennilega líka ódýrara fyrir bankann að fólk notar debetkort en ekki allir landsmenn mæti í bankann til að taka út pening í hvert sinn sem þörf er á.
Hlæjum nú soldið saman að fólkinu sem stundar þessa umframtöku á debetkortinu sínu :D
Próóóóóf
Jæja þá er þessari miklu verkefnatörn lokið og nú tekur við próflestur á fullu, enda 3 próf í næstu viku með gervigreind strax á mánudag svo koma tölvusamskipti og dreifð kerfi í á miðvikudag og laugardag. Sem betur fer fæ ég svo rúmlega viku milli prófa eftir það, ekki veitir af til að æfa sig soldið í stærðfræðinni.
mánudagur, mars 13, 2006
QuizFarm.com :: What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
Rakst á þetta próf á blogginu hennar Sifjar og langaði að sjá hvort þetta passaði betur fyrir mig en hana, og viti menn miðað við þetta passar ágætlega við mig :D
You scored as Chemistry. You should be a Chemistry major! As if that isnt clear enough, you are deeply passionate about Chemistry, and every single chemical reaction and concept fascinates you. Pursue that!
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) created with QuizFarm.com |
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Eurovision hvað!!!!
Í gærkvöldi þá bað vinkona mín mig að finna fyrir sig Eurovision-lag Silvíu Nætur, sem hún hafði heyrt einhversstaðar, ég maldaði smá í móinn enda ekki mikið fyrir Eurovision-lög, eins og vel flestir sem ég þekki geta vitnað fyrir um, og hvað þá að ég nenni að hlusta á eða leita að einhverjum undankeppnislögum, ég hef sagt það áður og ég segi það enn 99% af froðupoppi fer í taugarnar á mér.
Nú til að gera stutta sögu aðeins lengri þá er þessi vinkona nú í dálitlu uppáhaldi hjá mér þannig að ég lét til leiðast, fyrst maður var nú búinn að finna lagið á annað borð þá var nú eiginlega ekki annað hægt en að kanna hvað væri svona æðislegt við þetta lag. Viti menn þetta var þá eftir allt óhljóðblönduð demo-upptaka, þá fannst mér nú eiginlega taka steininn úr. Hvers vegna er maður að eyða púðri í eitthvað óhljóðblandað rusl. Allavega er það mín reynsla af demo-upptökum, sound-ið alveg ömurlegt, hljóðfærin yfirgnæfa hvert annað og erfitt að hlusta á.
Fyrsta sem mér datt í hug þegar lagið hófst: úff yfirkeyrt píanó-sound og og hljóðið mestmegnis úr vinstri hljóðrásinni.
En nei ekki aldeilis, hljóðið bara frekar þétt og fínt, allavega ekki mikið lakara en margt sem maður heyrir fara á geisladiska af svona froðupoppi, lagið greip mig við fyrstu hlustun og textinn er náttúrulega bara óborganlegur. Þessi yfirgengilegi hroki sem Silvía Nótt er þekkt fyrir skín skemmtilega í gegn í viðlaginu "Til hamingju Ísland, með að ég fæddist hér!" Þetta er náttúrulega bara tær snilld og söngurinn hjá Ágústu er rosalega góður og til að byrja með hélt ég að hún væri að syngja gegnum vocalizer þar sem ég hef ekki heyrt í henni áður og hún nær að halda röddinni í karakter allt lagið. En eftir að hafa grafið aðeins komst ég að því að hún sé mjög góð söngkona og sé meðal annars söngkona í hljómsveitinni Ske.
Ég held það sé óhætt að segja að það sorglegasta við þetta lag er að því skuli hafa verið lekið út á netið og því möguleiki að því verði hafnað í aðalkeppninni á þeirri forsendu að það hafi ekki heyrst í fyrsta skipti í forkeppni á Íslandi. Það er allavega mín skoðun að þetta er með betri "Eurosvision-lögum" sem ég hef heyrt í langan tíma og á fullt erindi í keppnina.
Reyndar eins og ég sagði áður þá er froðupopp og Eurovision-tónlist engan vegin það sem ég hlusta á, þannig að það er kannski ekki að marka mitt álit, mér fannst til dæmis lagið hans Páls Óskars alger snilld.
En það er alveg á tæru að Silvía Nótt fær mitt atkvæði á laugardag.
Nú til að gera stutta sögu aðeins lengri þá er þessi vinkona nú í dálitlu uppáhaldi hjá mér þannig að ég lét til leiðast, fyrst maður var nú búinn að finna lagið á annað borð þá var nú eiginlega ekki annað hægt en að kanna hvað væri svona æðislegt við þetta lag. Viti menn þetta var þá eftir allt óhljóðblönduð demo-upptaka, þá fannst mér nú eiginlega taka steininn úr. Hvers vegna er maður að eyða púðri í eitthvað óhljóðblandað rusl. Allavega er það mín reynsla af demo-upptökum, sound-ið alveg ömurlegt, hljóðfærin yfirgnæfa hvert annað og erfitt að hlusta á.
Fyrsta sem mér datt í hug þegar lagið hófst: úff yfirkeyrt píanó-sound og og hljóðið mestmegnis úr vinstri hljóðrásinni.
En nei ekki aldeilis, hljóðið bara frekar þétt og fínt, allavega ekki mikið lakara en margt sem maður heyrir fara á geisladiska af svona froðupoppi, lagið greip mig við fyrstu hlustun og textinn er náttúrulega bara óborganlegur. Þessi yfirgengilegi hroki sem Silvía Nótt er þekkt fyrir skín skemmtilega í gegn í viðlaginu "Til hamingju Ísland, með að ég fæddist hér!" Þetta er náttúrulega bara tær snilld og söngurinn hjá Ágústu er rosalega góður og til að byrja með hélt ég að hún væri að syngja gegnum vocalizer þar sem ég hef ekki heyrt í henni áður og hún nær að halda röddinni í karakter allt lagið. En eftir að hafa grafið aðeins komst ég að því að hún sé mjög góð söngkona og sé meðal annars söngkona í hljómsveitinni Ske.
Ég held það sé óhætt að segja að það sorglegasta við þetta lag er að því skuli hafa verið lekið út á netið og því möguleiki að því verði hafnað í aðalkeppninni á þeirri forsendu að það hafi ekki heyrst í fyrsta skipti í forkeppni á Íslandi. Það er allavega mín skoðun að þetta er með betri "Eurosvision-lögum" sem ég hef heyrt í langan tíma og á fullt erindi í keppnina.
Reyndar eins og ég sagði áður þá er froðupopp og Eurovision-tónlist engan vegin það sem ég hlusta á, þannig að það er kannski ekki að marka mitt álit, mér fannst til dæmis lagið hans Páls Óskars alger snilld.
En það er alveg á tæru að Silvía Nótt fær mitt atkvæði á laugardag.
mánudagur, janúar 16, 2006
Leiðbeiningar fyrir ketti!!!
Ég rakst á þessa síðu, Guidelines for Cats eftir James S. Huggins og ég verð að segja alveg eins og er að allir sem hafa átt kött geta hlegið soldið að þessu því þetta lýsir hegðun katta frekar skemmtilega
sunnudagur, janúar 15, 2006
Find your inner Smurf!
Find your inner Smurf!: "
Find your inner Smurf! "
Ég veit nú ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir þessari niðurstöðu :P
Ég veit nú ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir þessari niðurstöðu :P
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Spyware samsæri
Ég mæli með að allir sem nota Windows að staðaldri lesi þessa grein, Mark's Sysinternals Blog: The Antispyware Conspiracy, þetta er orðin löng þörf umræða, og þarna er farið yfir það meðal annars hvers vegna vélar hjá fólki fara oft jafn illilega í klessu og raun ber vitni.
mánudagur, janúar 02, 2006
Hetja!!!
Í dag benti vinkoan mín mér á síður þessarar hetju og fyrsta sem ég hugsaði var að ég var að vinna með þessari stelpu og ef ég hefði ekki séð þetta blogg hefði hún sennilega orðið móðguð við mig ef við hittumst á því ég mundi ekki þekkja hana. :$
Ég verð að segja að mér finnst Kolla ótrúlega hugrökk fyrir að blogga svona um sína reynslu í þessari baráttu, ég er ekki viss um að ég hefði lagt í það í hennar sporum. Svo finnst mér aðdáunarvert að leggja svona á sig og hún er rosaleg hetja í mínum huga.
Alltaf gaman að sjá eitthvað svona jákvætt svona til að gera daginn betri <:0)
*Faðmar Kollu með öllu afli*
Go Kolla ;)
Ég verð að segja að mér finnst Kolla ótrúlega hugrökk fyrir að blogga svona um sína reynslu í þessari baráttu, ég er ekki viss um að ég hefði lagt í það í hennar sporum. Svo finnst mér aðdáunarvert að leggja svona á sig og hún er rosaleg hetja í mínum huga.
Alltaf gaman að sjá eitthvað svona jákvætt svona til að gera daginn betri <:0)
*Faðmar Kollu með öllu afli*
Go Kolla ;)
Rizzo Pizzeria
Þetta, Rizzo Pizzeria, held ég að verði að flokkast með verri hönnun á vefsíðum sem ég hef rekist á lengi, en einn skólafélagi minn benti mér á þetta í haust og ég er ekki ennþá farinn að fatta hvað mönnum gengur til með þessu. Matseðillinn er til þess að gera vel uppsettur en hvernig væri að setja einhverjar frekari upplýsingar eins og til dæmis hvar þeir eru til húsa og hvað síminn hjá þeim er þannig að maður geti nú pantað sér pizzu hjá þeim en þetta eru með betri pizzum sem ég hef smakkað, eldbakaðar og fínar. En svona til að þú lesandi góður getir sannfærst um að þetta séu góðar pizzur ætla ég að láta fylgja hér símann hjá þeim ásamt heimilisfangi.
Síminn er 5-777-000 og eru þeir til húsa í Hraunbæ 121, ég mæli með að þið prófið þessar næst þegar ykkur langar í pizzu þær eru snilld :D
PS. ætli maður geti fengið þóknun fyrir að koma þessum upplýsingum á framfæri, mér þætti ekkert leiðinlegt að fá svona eins og eina pizzu fyrir að upplýsa fólk um þetta :P
Síminn er 5-777-000 og eru þeir til húsa í Hraunbæ 121, ég mæli með að þið prófið þessar næst þegar ykkur langar í pizzu þær eru snilld :D
PS. ætli maður geti fengið þóknun fyrir að koma þessum upplýsingum á framfæri, mér þætti ekkert leiðinlegt að fá svona eins og eina pizzu fyrir að upplýsa fólk um þetta :P
Nýtt ár hafið
Nú er kominn tími til að bretta upp ermar! Nýársheitið í ár er að vera duglegri við lærdóminn en ég hef verið fram að þessu, prófa til dæmis til tilbreytingar að gera verkefnin ekki á síðustu stundu. Það er líklegt til árangurs ;)
Annars hafði ég það mjög gott um jólin, borðaði oft nánast yfir mig og slakaði vel á með jólabækurnar og hlustaði á Ampop diskinn minn í tætlur, verð að segja að hann er kannski full easy listening. Við fyrstu hlustun fannst mér hann mjög skemmtilegur en eftir að hafa haft hann nánast stöðugt á repeat síðan á jóladag þá finnst mér hann ekki alveg vera að halda athyglinni, en það finnst mér mjög gjarnan vera einkenni á plötum sem manni finnast góðar við fyrstu hlustun. En ætla samt ekki að draga úr því að mér finnst þessi diskur samt mjög góður ;)
Annars hafði ég það mjög gott um jólin, borðaði oft nánast yfir mig og slakaði vel á með jólabækurnar og hlustaði á Ampop diskinn minn í tætlur, verð að segja að hann er kannski full easy listening. Við fyrstu hlustun fannst mér hann mjög skemmtilegur en eftir að hafa haft hann nánast stöðugt á repeat síðan á jóladag þá finnst mér hann ekki alveg vera að halda athyglinni, en það finnst mér mjög gjarnan vera einkenni á plötum sem manni finnast góðar við fyrstu hlustun. En ætla samt ekki að draga úr því að mér finnst þessi diskur samt mjög góður ;)
Besti ljóskubrandarinn
Ég rakst á þetta hjá Bjarna Rúnari fyrrum vinnufélaga mínum þessi brandari er þess virði að skoða hann :P
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)