Svo til þess að reyna að ná kvefinu úr mér gleypi ég núna eitthvað eðal amerískt kvefmeðal sem er með einhverri vafasömustu viðvörun sem ég hef séð á nokkrum lyfja pakka sem ekki krefst lyfseðils.
"If you consume 3 or more alcoholic drinks every day, ask your doctor wether you
should take acetaminophen or other pain relievers/fever reducers."
Ég verð nú að viðurkenna að í barnaskap mínum hélt ég að ef maður neytti að jafnaði 3 eða fleiri áfengra drykkja DAGLEGA þá væri líklega kominn tími til að athuga lífsmunstrið frekar en að hafa áhyggjur af kvefi og/eða hausverk, því sennilega væri mjög sennilega hægt að minnka líkur á hvorutveggja með þeirri einföldu aðgerð að minnka drykkjuna.
Annars verð ég nú að viðurkenna að mér finnst voða lítið orðið jólalegt :( það er kannski svolítið sökum þess að nú bý ég í nýju húsi og það eru ekki nema 2 dagar síðan eldhúsinnréttingin var kláruð svo að eldhúsið var formlega tekið í notkun í kvöld og svo eru kassar og drasl úti um allt, svo nú ætla ég að halda áfram að reyna að koma húsinu í skikkanlegt ástand fyrir jólin og mögulega kemst maður í eitthvað jólaskap fyrir miðnætti annað kvöld.
Hafið það gott og gleðileg jól
2 ummæli:
Gleðileg jól í hausinn á þér Kjartan minn :)
kv Elín
Gleðilega jól sömuleiðis Ella :*
Skrifa ummæli