Samkvæmt þessari frétt Ananova - Musical breast implants þá geta konur í framtíðinni fengið mp3 spilara í brjóstin með silikoninu :P
Held ég hafi nú bara aldrei heyrt annað eins bull. Þetta hlýtur að geta valdið óþægindum, og hvað með okkur karlana fáum við ekki svona eða getum við bara hækkað tónlistina í botn á konunni þegar við erum í rúminu með henni :P En þetta býður samt upp á marga sniðuga möguleika.
En spurning hvernig STEF og Ríkislögreglustjóri ætla að gera búnaðinn upptækan meðan rannsókn á hugverkastuldi færi fram efast um að það væri auðvelt að fá leyfi til að rannsaka mp3 spilarann mjög nákvæmlega þar sem það gæti flokkast sem kynferðisleg áreitni!
Allt dettur mönnum í hug
miðvikudagur, október 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það yrði samt fyndið ef einhver myndi "hakka" þetta dæmi eins og Ævar sagði og byrja að spila þungarokkstónlist á óviðeigandi stað...
...gott tæki til að hefna sín á fyrrverandi!!
Já sér í lagi þar sem þetta er bara Bluetooth græja. Ég er samt líka að velta fyrir mér hvernig á að skipta um rafhlöður í þessu :S
Skrifa ummæli