Nú er það þannig að í gegnum tíðinna hef ég hitt fyrir menn sem leita sér að samsærirkenningum af öllum gerðum og finna sig knúna til að segja mér af þeim af mikilli innlifun og eru þess handvissir að kenningarnar séu hinn heilagi sannleikur. Þetta, Captain's Blog, hins vegar rakst ég á áðan og verð ég að segja að þessi kappi held ég að toppi allar kenningar sem ég hef heyrt fram að þessu.
Hann hefur líka greinilega "overdoze-að" á nördahættinum og telur sig vera skipherra einhverrar kynslóðar af geimskipinu Enterprise, sem Star Trek nördar ættu að þekkja vel, það er nú eitt að hafa gaman af ævintýrum og vísindaskáldsögum, jafnvel að láta sig dreyma um hvernig væri að lifa í slíkum heimi en að vera þess fullviss að maður geri það er "too much" allavega fyrir mína parta.
Hins vegar held ég að þeir á veðurstofunni hefðu nú ekkert á móti að geta stjórnað veðrinu, þá gætu þeir haft snjó á skíðasvæðum allt árið, hlýtt og vindalítið í þettbýli og það veður sem hentar bændum í dreifbýli, þá væri sko gaman að lifa. Miðað við þessa samsæriskenningu þá virðast það vera Mexíkóbúar sem ráða yfir þessari frábæru tækni, hvernig væri að senda nefnd frá veðurstofunni til Mexíkó að semja um afnot að þessum búnaði :D
Svona allir út að leika í góða veðrinu
mánudagur, október 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þá væri sko gaman að lifa segirðu.. en það er gaman að lifa =) miklu skemmtilegra að lifa í óvissunni ;)
Ég var nú kanski ekki að meina að það væri ekki gaman að lifa núna sko, þetta var meiri kaldhæðni ;)
Skrifa ummæli