Jæja, það var erfitt að vakna í morgun, aðallega sökum þess að ég lent í maraþon símtali í nótt og fór því ekki að sofa fyrr en um hálf 4. Enda steinsofnaði ég líka í fyrri stærðfræðitímanum, svona rétt um það leiti sem ég var búinn að ræsa upp fréttasíður dagsins :P en það sem mér fanst áhugaverðast í morgunlesningunni voru nú helst þessi atriði:
Af einhverri ástæðu hafa bókaútgefndur í henni stóru Ameríku ákveðið að framtak Google að búa til uppflettileit í öllum útgefnum bókum stangist á við hagsmuni höfundarrétthafa. Það sér það náttúrulega hver maður að þeir hafa rétt fyrir sér í þessu alveg á sama hátt og tónlistarútgefendur og kvikmyndaframleiðendur, enda getur það varla verið líklegt til árangurs í sölu á höfundarréttarvörðu efni að neytendur hafi einhverja leið til að komast að því hvaða efni viðkomandi gæti þótt áhugavert að kaupa sér, svo ekki sé talað um að ef neytandinn þarf að leita að ákveðnum upplýsingum að hann geti það á þægilegan hátt, (þægilegt verandi að þurfa ekki að ferðast milli allra bókasafna í heiminum), til að finna þær.
Ég held að útgefendur á höfundarréttarvörðu efni ættu að reyna að hætta að rembast eins og rjúpan við staurinn að berjast móti framþróun í tækni og frekar reyna að sjá markaðstækifærin sem gætu opnast við nýja tækni og nýta sér hana. Hmmm eða reyndar í tilfelli hljómplötuútgefenda og kvikmyndaframleiðenda þá er það kanski ekki svo sniðug hugmynd held við þurfum ekki fleiri Britney Spears/Boybands eða Rocky 2000, enda virðist svo vera að sjálstæðir framleiðendur með frumlegt efni séu frekar að nota sér þessa leið til markaðssetningar með góðum árangri.
Nú réttarkerfið í Bandaríkjunum með dyggri aðstoð fréttamiðla vestan hafs fer aldeilis á kostum þessa dagana, þeim finnst verra mál að nokkrir einstaklingar sem var stungið í steininn fyrir að skrifa innistæðulausar ávísanir og sambærilega "glæpi", alvarlegastir af hverjum eru sennilega að eiga fíkniefni til eigin neyslu var hleypt út nokkrum dögum fyrr en átti að gerast, hins vegar virðist sem þessir aðilar láti sér í léttu rúmi liggja að einhverjir sem sátu inni fyrir álíka "glæpi" fengu að dúsa í steininum álíka mikið of lengi. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst alvarlega að láta mann sitja inni of lengi heldur en að honum sé sleppt út fyrir tíman, enda er það held ég sannað mál að fangelsisdvöl hefur ekki verið mannbætandi fyrir nokkurn mann, reyndar veit ég ekki með Árna Johnsen sem virðist hafa tekið of bókstaflega að þetta væri kallað að dúsa í steininum og gerði tilraun til að breyta öllu grjóti sem hann fann í stórbrotin "listaverk" með miklum þunga.
Jæja og svona síðast en ekki síst þá hafa verkfræðinemar við MIT gert tilraun til að sýna fram á að Archimedes hafi ef til vill tekist að kveikja í skipum Rómverja með því að nota skildi hermanna sem safnspegil, þetta er soldið skemmtilegt í ljósi þess að Mythbusters hafa áður gert slíka tilraun án árangurs og fengu því þessa MIT nema til að gera tilraunina aftur á bát fyrir þáttin en þá tókst þetta víst ekki alveg :(
mánudagur, október 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli