Jæja það er nú ekki fyndið hvað ég er orðinn latur að skrifa eitthvað á þetta blog. Hef reyndar ekki nennt að nördast neitt í lengri tíma nema þá helst að spila eve on-line eða spjalla við fólk á msn. Ég gerði nefnilega þau mistök að fara að lesa The Wheel of Time seríuna eftir Robert Jordan, og verð ég að segja að þetta er einhver rosalegasta langloka sem ég bara man eftir, spurning hvort maðurinn hefði ekki betur átt að skrifa söguna frá færri sjónarhornum, það er alla vega mín skoðun. Bróðir minn teiknaði upp nýtt útlit á síðuna og ég ætla að reyna að koma því upp á næstu dögum vonandi kemur það betur út en núverandi horror.
Bless í bili.
mánudagur, janúar 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)