fimmtudagur, desember 18, 2003

Jó dúds!!

Var að koma heim af forsýningu á Return of the King og eina sem ég ætla að segja við fólk er: ekki kaupa stóra kók í hléinu hún er soldið löng, nema náttúrulega þið sem hafið endalausa partýblöðru hehe

Take care

miðvikudagur, desember 17, 2003

Hæhæ.

Það eru að koma jól, jei Ég var að sitja á smá kynningu í tilefni af því að Púkinn var að koma í nýrri útgáfu. Gaman að heyra hvað allir virðast vera bjartsýnir þegar kemur að því að nota okkar ástkæra og ilhýra í tölvutækninni. Þarna tjáðu sig meðal annarra menntamálaráðherra og Eiríkur Rögnvaldsson forstöðumaður tungutækni í Háskóla Íslands (ég biðst forláts ef ég er ekki með nafnið eða titillinn alveg réttann).

Æ hvað það verður nú gott að komast í jólafrí mitt byrjar eftir þessa viku og stendur til 5 janúar það verður SVOOOOO gott. Verst að ég veit ekki alveg hvað ég á að kaupa í jólagjafir fyrir þessi jól Lísa vinkona mín er sérstaklega erfitt "keis" ég spurði hana hvað hana langaði í og það varð eitthvað fátt um svör, kannski ég gefi henni bara eitthvað skrítið td He-Man kall. Hmmmm ætli þeir séu ennþá til??

Nú lofa ég bót og betrun og ætla að nota jólafríið til að taka til á vefnum og gera hann aðeins flottari og ætla svo að vera ennþá duglegri að blogga hér eftir, ehhem það verður nú að koma allt í ljós svo sem en vonandi gengur það eftir

laugardagur, nóvember 22, 2003

Jæja ákvað að bæta við archiving á þetta dót sjá hvernig það virkar
Jæja, það er bara komin laaaaaaaaaangur tími síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Fór í smá fýlu út í þetta eftir að ég póstaði þarna um daginn og eftir að skirfa heila ritgerð gleypti blogger dótið og týndi því

En það þíðir ekkert að vera í fýlu og leti endalaust (jólin að koma og svona). Annars hefur nú ekki verið mikið að gerast hjá mér annað en endalaus vinna, ég skil ekki hvað það getur verið mikið að gera hjá einu fyrirtæki. Oh jæja annars á maður náttúrulega ekki að kvarta yfir þessu það er þá allavega ekki hætta á að manni leiðist í vinnunni á meðan, enda ef manni fer að leiðast í vinnunni þá þarf maður að leita að annarri vinnu og satt best að segja þá er það með því leiðinlegra sem ég veit um.

Annars er ég að hugsa um að lagfæra síðuna mína aftur, hef ekki gert handtak í því að vinna eitthvað í henni lengi lengi. Svona svipað lengi og ég hef slept því að skrifa eitthvað hér.

Ég hef fengið nokkur komment um það hvernig þetta gæti litið út og er svona að melt með mér hvernig væri best að koma því í kring. Ef einhver er duglegur að koma hér þá hefur viðkomandi væntanlega tekið eftir lítilli mynd á forsíðunni af foreldrum mínum að taka fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu sínu, þetta var tilraunastarfsemi til að fá myndasíðuna til að virka. Nú hef ég slakað svo vel á að ég þarf að skoða þennan kóða aftur og vita hvort ég get ekki fengið þetta til að gera sig almennilega og þá um leið bæta einhverju meira af efni á síðuna svona eins og linkum á sniðugt dót svo eitthvað sé nefnt.

Jæja nú er mál að linni og ég ætla að gera copy-paste á þetta áður en ég sendi þetta inn svona til öryggis.

Lifið heil

miðvikudagur, október 15, 2003

Jæja er ég ekki heppinn í dag. Var búinn að skrifa heillanga sögu um allt sem hefur gerst hjá mér síðan ég postaði einhverju hér síðast en smellti á vitlausan hnapp og týndi öllu stöffinu mína ARGH Nú er ég bara allt of pirraður til að skrifa þetta hér aftur þannig að þið fáið bara ekkert að vita um þetta.

skemmtið ykkur þar til næst

mánudagur, október 06, 2003

Úff þetta myndastuff ætlar aldeilis að vera leiðinlegt við mig núna er ég búinn að finna út úr hluta af þessu nema að þetta vill helst bara gerast á vitlausum tímapunkti. Oh well sjúm hvað ég get nördað þessu í gang í kvöld

sunnudagur, október 05, 2003

Mér loksins að finna út úr þessu sem var að bögga mig í gærkvöldi, jey. þannig að nú er ég að einbeita mér að því að gera restina af síðunni sómasamlega

laugardagur, október 04, 2003

Þetta hefur verið til þessa að gera stuttur dagur (allavega er hann búinn voða snemma).

Var að vesenast í breytingum á síðunni minn fram á kvöld í gær og var orðin svakalega þreyttur og pirraður á að hlutur sem ég ætlaði að fá til að gera ákveðna virkni virkaði en drap þá linkana mína en svo þegar ég lagaði þá´, þá hætti hitt að virka og vildi ekki fara í gang aftur.

Í hádeginu fór ég svo í mat til afa og ömmu og spjallaði við þau á eftir. Þegar heim var komið þurfti víst að þrífa soldið hér heima og er ég bara að setjast hér niður núna til að reyna að bjarga því sem bjargað verður á þessari síðu en helst þó að ganga frá henni þannig að ég geti farið að sjá myndasafnið birtast hér og svona ýmislegt fleira smálegt

Jæja ætli það sé ekki best að reyna að lesa eitthvað sem hjálpar mér að fá þetta til að virka.

Bæ í bili

föstudagur, október 03, 2003

Jæja nú alltaf að lagfæra nú er ég búinn að gera smá endurbætur á síðunni minni og með því að stelpa pínu frá Big Blue Ball þá er ég kominn með alla broskallana úr MSN6 þannig að nú get ég gert svona og svona og jafnvel svona . þannig að þetta verður svaka sætt
Jahérna hér! Ég hef bara sjaldan upplifað aðra eins daga og núna í dag og í gær. Það hefur ekki verið eitt heldur allt of mikið að gera, en nú er komin helgi þannig að ég (og við öll) get tekið því að mestu rólega yfir helgina :-)

Spurning hvað maður gerir sér til skemmtunnar um helgina. Allavega hefur gæsaveiðiferðin frestast um óákveðinn tíma sem þíðir að kannski kemst maður bara ekki neitt á gæs :-( Spurning um að kíkja í bíó veit ekki betur en að það sé slatti af nýjum myndum í bíó sem gæti verið gaman að skoða.

Lifið heil

fimmtudagur, október 02, 2003

Jæja þá er ég búinn að breyta aðeins og bæta útlitið á þessari síðu og vil gjarnan fá komment á hvernig þetta er heppnað og endilega ekki skafa utan af skoðunum ykkar því ég vil gjarnan fá allar athugasemdir sem ykkur detta í hug, svo ég geti nú reynt að lagfæra útlitið á þessu og lífga upp á það ;)

Bæ í bili ;)

miðvikudagur, október 01, 2003

Hæ hó, þá er dagur að verða að kveldi kominn og að verða kominn tími til að koma sér heim á leið
Jahérna ég bara ætlaði ekki að komast á fætur í morgun. Var búinn að lofa sjálfum mér að koma mér af stað kl 5 í morgun, misreiknaði samt dæmið og stillti klukkuna á hálf 6 en það dugði samt ekki til ég vaknaði ekki fyrr en um 7. Þannig að nú hef ég minni tíma til að ljúka því sem þarf að ljúka í dag :( Jæja ætla að halda áfram að vinna

þriðjudagur, september 30, 2003

Jæja, nú er búið að taka fyrstu skóflustunguna að nýja húsi foreldra minna, myndir birtast þegar vefurinn verður fullkláraður að öðru leiti en þessu "bloggi". Við skoðuðum lóðina og komumst að því að sennilega verður bara mjög gott útsýni yfir suðurhluta Elliðavatns og á Bláfjöllin úr stofuglugganum og nokkuð gott pláss í næstu lóðir, sem ég verð nú að viðurkenna að virka nú hálfpartinn eins og frímerki við hliðina á þessu hrikalega landflæmi sem gömlu hjónin fengu úthlutað.

Jæja ég er loksins byrjaður á því sem ég lofaði mér í upphafi og það er að breyta útlitinu á þessu dóti. Byrja með því að koma heimasíðunni minni í rétt horf og láta það útlit svo flæða yfir á þetta blogg. Vonandi gengur þetta hraðar hjá mér í kvöld.

Sjáumst.
Jæja! Ég stóð nú ekki alveg við loforð gærdagsins um að losa mig við þennan ógeðslega appelsínugula lit í gær.

Dagurinn í dag er búinn að vera busy byrjaði með símtali þegar ég var á leiðinni í vinnunna þar sem var komið upp vandamál sem varð að bjarga, svo hefur bara verið almennt séð mikið að gera.

Þetta væri svo sem í góðu lagi ef dagurinn hefði ekki byrjað á vitlausum enda hjá mér, ætlaði að vera svaka duglegur að vakna og koma mér í ræktina áður en ég færi í vinnunna en ég steinsvaf á mitt græna eftir að bylta mér í tæpa 2 tíma þegar ég var að reyna að sofna í gærkvöldi.

Jæja ætli það sé ekki best að halda áfram að vinna það gengur víst ekkert af verkefnunum mínum örðuvísi

mánudagur, september 29, 2003

Jahérna hér!!

Ef maður hefur ekki troðið sér í hóp fjöldans og ákveðið að opinbera allt bullið sem maður getur látið út úr sér á opinberum vetvangi og það svo opinberum að það er hægt að lesa þetta hvar sem er í heiminum :/

Jæja það verður þá aldrei verra en svo að fólk í kringum mann kemst að því hversu bilaður á geði maður er í raun og veru. En nú er nóg komið af kjaftavaðli og næsta skref er að drepa þennan hrikalega appelsínugula lit og reyna að fá flottara look á þetta ;)

Adios í bili :þ